Reglur fyrir uppgöngu í Hlíðarfjalli

Ef rautt viðvörunarljós blikkar þá er lífshætta og  svæðið lokað fyrir allri umferð.

Uppganga innan Skíðasvæðiðsins í Hlíðarfjalli er einungis leyfileg eftir merktum leiðum.

Sýna skal sérstaka aðgát þegar skíða- eða hjólabrautir eru þveraðar í uppgöngu.

Gætið þess að vera vel sýnileg.

Gengið skal í einfaldri röð.

Verið meðvituð um umferð notenda niður fjallið.

Verið meðvituð um að ökutæki á vegum Hlíðarfjalls geta verið á ferðinni allan sólarhringinn.

Uppgöngufólk að vetrarlagi skal gera prófun á

snjóflóðaýli og glöggva sig á snjóflóðahættumati.

Allir þeir sem leggja á fjallið skulu hafa meðferðis lágmarksöryggisbúnað til ferða í fjallendi.

Brot á reglum um uppgöngu innan skíðasvæðis getur varðað brottvísun.

 Við hvetjum fjallaskíðafólk til þess að hafa meðferðis snjóflóðaýli, stöng og skóflu.

Við bendum uppgöngufólki sem hyggur á lengri ferðir að skrá sín ferðalög á Safetravel.

Við bendum á 112 appið í farsíma þar sem hægt er að skrá gps punkta og hringja á hjálp í gegnum appið sem þá gefur upp staðsetningu þess sem hringir.