Andrésar Andarleikarnir 2018

Nú er mikið fjör í Hlíðarfjalli og streymir fólk að hvaðanæva af landinu. Tilefnið er Andrés Andarleikar sem hefjast Sumardaginn fyrsta.
Leikarnir standa í þrjá daga frá 19. – 21. apríl. Veðurspáin lofar sól og blíðu 19. apríl og mildu en skýjuðu hina tvo dagana.
Andrésar Andarleikarnir hafa verið árlegur viðburður á Akureyri frá árinu 1976. 
Tilboð fyrir alla á Andrésar Andarleikum eru þrír dagar á verði tveggja.

Á morgun, sumardaginn fyrsta klukkan 12.30, hefst formlega undirbúningur að framkvæmdum við nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli. 
Fjórir krakkar sem keppa á Andrésar andar leikunum um helgina verða þess heiðurs aðnjótandi að taka fyrstu skóflustungurnar.
Það eru „Vinir Hlíðarfjalls“ og Samherji sem standa að uppsetningu nýju lyftunnar.
Boðið verður upp á ferðir fyrir fjölmiðlafólk og aðra gesti með snjótroðara að fyrirhugaðri drifstöð nýju lyftunnar í Hlíðarfjalli.
Lagt verður af stað frá Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli klukkan 12.20.
Fjölmiðlafólk er hvatt til að mæta á staðinn.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Karl Jónsson í síma 860 4919.

Á sumardaginn fyrsta verður Skíðaskóli barna í boði í síðasta sinn þetta skíðatímabilið.

Síðasti almenni opnunardagur í Hlíðarfjalli 22.apríl en fyrirhugað er að ljúka skíðavertíðinni með 32ja stunda opnum
frá föstudeginum 28. apríl kl. 14.00 til laugardagsins 29. kl. 22.00. Þetta er háð því að nægur snjór verði ennþá til staðar