Samherjasjóðurinn færði Vinum Hlíðarfjalls styrk til kaupa á skíðalyftu

Skíðafólk fékk heldur betur fallega gjöf um helgina þegar Samherjasjóðurinn styrkti Vini Hlíðarfjalls með rausnarlegu framlagi sem gerir þeim kleift að ráðast í lyftuframkvæmd.

Til stendur að kaupa stólalyftu sem er um 1200 m að lengd, fallhæð 393 og getur flutt allt að 1800 skíðamenn á klukkustund uppundir brún á Hlíðarfjalli. Lyftan mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir skíðafólk í Hlíðarfjalli.

Framkvæmdir munu hefjast fljótlega og stefnt er að taka lyftuna í notkun í desember 2018.