Hlíðarfjall um helgina

Fimmtudag og föstudag er opið hjá okkur 10 – 19 og á laugardag og sunnudag er opið 10 - 16.

Það hefur aldeilis bæst í snjóinn síðustu daga og allar helstu lyftur og brekkur verða opnar. Meðfylgjandi mynd var tekin í dag.

Göngubrautin verður opin 1,2 og 3,5 km.

Skíða- og snjóbrettaskólinn fyrir 5 – 12 ára verður á sínum stað kl. 11-13 á fimmtudag og föstudag og kl. 10 – 12 eða 10 – 14 um helgina. Við hvetjum foreldra til að skrá börnin tímanlega til að ná plássi .

Við hlökkum til að sjá ykkur í Hlíðarfjalli!