Opið allan sólarhringinn í Hlíðarfjalli frá kl. 14 föstudaginn 27. apríl til kl. 16 laugardaginn 28. apríl

Skíðavetrinum lauk formlega síðusta sunnudag en um næstu helgi verða skíðalyfturnar ræstar aftur kl. 14 föstudaginn 27. apríl og ganga viðstöðulaust til kl. 16 laugardaginn 28. apríl.

Fólk getur því rennt sér í vorrökkrinu aðfaranótt laugardagsins og fagnað dagrenningu á laugardagsmorgun á skíðum.

Rúnar EFF og hljómsveit verða með tónleika kl. 22 á föstudagkvöldinu fyrir utan hótelið