Snjór um víða veröld 2015

Snjór um víða veröld er yfirskrift alþjóðlega snjódagsins sem Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir. Af því tilefni verður blásið til fagnaðar í Hlíðarfjalli sunnudaginn 18. janúar í samstarfi við Skíðafélag Akureyrar.

Börnin og unglingar upp að 18 ára aldri fá frítt í allar lyftur, 20% afslátt í skíðaleigunni og SKA býður upp á ókeypis skíðakennslu á svig- og gönguskíðum kl. 12.00. Einnig verður sérstakur skíðaratleikur frá kl. 13.00-14.30 og verða vegleg verðlaun veitt kl. 15.00. Boðið verður upp á heitt kakó við Skíðahótelið, gönguhúsið og Strýtu frá kl. 13.00-15.00.

Góða skemmtun!