Vetrarfríið nálgast!

Í vetrarfríinu 17. – 26. febrúar verður opið í Hlíðarfjalli frá kl. 10 – 19 virka daga og um helgar frá kl. 10 – 16.
Von er á kólnandi veðri á fimmtudag og eitthvað ætlar frostið að staldra við hjá okkur og þá kveikjum við á snjóbyssunum.
Einnig eigum við von á sendingu að ofan. Þrátt fyrir lítinn snjó eru helstu skíðaleiðir opnar og aðstæður þokkalegar.
 
Allar helstu lyftur verða í gangi: Töfrateppið, Auður, Hólabraut, Fjarkinn og Strompur.
Brekkur sem verða opnar eru: Töfrateppi, Auður, Hólabraut, Andrés, Ævintýraleiðin, Hjallabraut, Suðurgil, Suðurbakki og Norðurbakki ásamt Brettagarði.
 
Skíða- og snjóbrettaskólinn fyrir 5 – 12 ára börn verður á sínum stað frá kl. 10-12 og frá kl. 10-14 um helgar og frá kl. 11-13 virku dagana. Við hvetjum foreldra til þess að skrá börn sín tímanlega.
 
Göngubrautir,  1,2 km og 3,5 km verða opnar og sunnudaginn 19. febrúar halda TVG-Zimsen og SKA fjölskyldudag við skíðagönguhúsið frá kl. 12 – 14. Þar verður í boði kennsla á gönguskíði, hægt verður að prófa skíðaskotfimi, þrautabraut og fleira skemmtilegt.
 
Við hlökkum til að sjá ykkur í Hlíðarfjalli!