Skíða- og brettaskóli

Skíða- og brettaskóli Hlíðarfjalls er opin allar helgar og hátíðisdaga frá kl. 10-12 eða 10-14. Einnig virku dagana (26. mars - 28. mars) í dymbilvikunni þar sem kostur gefst að sækja skipulagða tíma fyrir börn á aldrinum 5-12 ára en einnig er hægt að fá einkakennslu við hæfi hvers og eins. Lyftukort er innifalið fyrir alla nemendur og einnig hádegismatur fyrir börn sem eru til kl. 14.

Virka daga 15 - 27 febrúar er skíðaskóli frá kl. 11-13 

ATH. hægt er að panta og greiða fyrir skíða- og brettaskólann samstundis á heimasíðu okkar. Skráning og greiðsla.

Hægt er að panta hópkennslu fyrir fullorðna í tölvupósti skidaskoli@hlidarfjall.is eða í síma 462-2280, nánari upplýsingar hér.

Hvetjum alla til að mæta tímanlega, hálftíma fyrr, til að kennsla geti hafist á réttum tíma.