Kennsla fyrir fullorðna vetur 2018-2019

Byrjendanámskeið fyrir fullorðna

Námskeið fyrir fullorðna eru haldin alla fimmtudaga kl. 17 - 18:30. Hægt er að koma einu sinni eða oftar, námskeiðsgjald er 6500 kr. innifalið í verði er kennsla, leiga á búnaði og aðgangur í lyftur. Nú er tækifærið til að taka skíða- og snjóbrettamennskuna föstum tökum og koma í smá endurmenntun. Nánari upplýsingar og skráning í síma 462-2280 eða skidaskoli@hlidarfjall.is

Það er mikilvægt að mæta hálftíma fyrr og gefa sér góðan tíma til að leigja búnað til þess að kennsla geti hafist á réttum tíma.

Einnig er hægt að bóka einkakennslu á öðrum tímum. Bóka einkakennslu hér.

Kvennakvöld!

Á miðvikudögum bjóðum við upp á skíða- og brettanámskeið fyrir konur á öllum aldri. Markmið námskeiðisins er að iðkendur nái að skerpa á kunnáttunni í skemmtilegum félagsskap.

Kennslutími kl. 17:00 – 18:30.
Námskeiðsgjald er 6.500 kr. skiptið.

Innifalið í verði er kennsla og aðgangur að lyftum.
Í Skíða- og snjóbrettaskólanum er hópur af reyndum skíðakennurum.

Skráning og nánari upplýsingar í síma 462 2280 eða á skidaskoli@hlidarfjall.is