Veðurspá

Veðurspá fyrir Hlíðarfjall 22. til 26. febrúar. Gerð 21. febrúar kl. 10:45

   

22. fimmtudagur

 

Heldur hvassara seinnipartinn eða 8-13 m/s.  S-átt og hiti um eða rétt yfir frostmarki.  Birtir upp og frystir í brekkunum í nótt.

 

23. föstudagur

 

Hæglátt í fyrramálið, vægt frost og bjart yfir en þó sólarlaust.  Hins vegar hvessir um og upp úr hádegi.  SA-átt, sem oftast er hagstæð í Hlíðarfjalli.  Vindur til fjalla verður það stífur að hann nær sér á endanum einnig niður á skíðasvæðið upp úr miðjum degi.  Snjóar einnig um tíma síðdegis.

 

24. laugardagur

 

S-átt, strekkingur, 5-12 m/s, en sennilega ekki svo hvasst.  Hiti 2 til 3 stig í fjallinu.  Úrkomulaust að lang mestu leyti og að mestu skýjað af háskýjum.

 

25. sunnudagur

 

Spáð er fremur hagstæðari SA-átt.  Rignir sennilega um tíma nærri miðjum degi, en síðan nær sólin að brjótast í gegn.  Hiti 2 til 4 stig uppi í Hlíðarfjalli.  

 

26. mánudagur

 

Horfur strekkings eða nokkuð hvössum sunnan vindi og með þó nokkrum hlýindum.  Sól verður með köflum og ekki nein úrkoma.