🌤️ Föstudagur 21. Febrúar 🌤️ Opið 10-19 ⛷️🏂 Alveg frábær dagur framundan hér í fjallinu, núna eru 3 gráður og 4-6m/s ☺️ Eins og áður hefur komið fram byrjum við með takmarkaða opnun á neðra svæði með Fjarka, Hólabraut, Hjallabraut. Búið er að troða Andrés, Hólabraut, Rennsli, Hjallabraut, Auður og Töfrateppi. Við erum spennt að tilkynna að efra svæðið verður opnað í dag með Stromplyftu! Hins vegar verður aðgangur takmarkaður við Suðurbakka, sem er 4 breiddir á vídd. Á göngusvæði eru 1,2km 3,5km troðnir frá 08:00 ⚠️ Athugið ! Vinsamlegast virðið merkingar og lokanir, það er lítill sem enginn snjór utan troðinna leiða og mjög varasamt. Eins eru leiðir ekki komnar í fulla breidd svo nýtum plássið vel í brekkunum og tökum tillit til hvors annars meðan staðan er svona. Hlökkum til að sjá ykkur í fjallinu 🙌🏻
Sjá nánar
Opið í dag
kl: 10-19Vorfæri
Hér er hægt að sjá þær lyftur og skíðabrautir sem eru opnar. Hægt er að sjá yfirlitskort hér fyrir neðan.
Einnig er hægt að smella hér til að sjá yfirlit yfir allar brautir og lyftur í fjallinu, ásamt gönguskíðasvæði.