Skíðabúnaður

 

Hjá okkur er að finna gott úrval af leiguskíðum, um 300 pör. Við bjóðum upp á það vandaðasta á markaðnum s.s. Völkl, Elan, Atomic, Head, Rossignol eða Whitedot. Minnstu skíðin eru 70 cm en þau lengstu 181 cm. 

Skíðaleigan bíður upp á gífurlegan fjölbreytileika af skíðaskóm. Stærðir frá 14.5 - 32.5 "Mondo point"* í gerðum eins og Atomic, Head, Dalbello og Rossignol. Takmarkið er að uppfylla þarfir allra viðskiptavina Hlíðarfjalls m.a. með tiliti til breiðra rista og kálfa. 

Leigjum einnig út fatnað, stigasleða, snjóþotur, , beisli og fleira  fyrir börn en auðvitað öllum velkomið að prófa.

*Stærðir á skíðaskóm eru gefnar upp með svokölluðum mondo-stuðli, sem byggist á fótlengt í sentimetrum eða lengt innri botnsflatar í skóm (sjá mondo-kerfið hér)