Jólagleðin 2023 - Opnunartímar og fleira um jól og áramót

Starfsfólk Hlíðarfjalls sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælan skíðavetur.

Stefnt er að fyrsta opnunardegi vetrarins, föstudaginn 22. des. Fyrst um sinn munum við opna hluta neðra svæðis þar sem enn skortir snjó bæði á efra og neðra svæði. Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar ásamt Töfrateppinu, en síðustu daga höfum við með aðstoð framleiðandans Sun Kid gert frábærar endurbætur á nýju yfirbyggingunni fyrir veturinn. Næstu daga verður svo unnið að því að ná tengingum við Fjarka stólalyftu og von okkar er að hún geti verið komin inn á jóladag. Við stefnum svo auðvitað á að opna meira af svæðinu um leið og snjóalög leyfa.

Það snjóar hjá okkur í dag sem er mikið gleðiefni en eins og hefur komið fram hefur úrkoma verið lítil og heilt yfir er lítill snjór á efra svæði og á köflum á neðra. Sá snjór sem við höfum náð að vinna í brekkum er nánast eingöngu framleiddur. Við viljum því benda gestum á að utanbrautaskíðun er gríðarlega varasöm þar sem snjóþekjan er lítil sem engin og stutt í grjót undir.

Hlökkum til að taka á móti skíða og brettafólki og byrja þennan vetur formlega. Einnig minnum við á að hægt er að kaupa lyftumiða á heimasíðu Hlíðarfjalls, sjá hér 

Opnunartímar í Hlíðarfjalli – Jól og áramót 2023:

22. des frá 14-19

23. des. frá kl. 10-15 

24. des. LOKAÐ

25. des. - 26. des  frá kl. 12-16

27. des. - 29. des. frá kl. 10-18

30. des frá kl. 10-16

31. des frá kl. 10-15

1. jan.  frá kl. 12-16

Nánar um opnun hér