Lokað 21.01 vegna veðurfarslega aðstæðna. Sjá nánar hér

Lokað í dag vegna veðurfarslega aðstæðna

Eins og flestir vita hefur veðrið verið mjög órólegt undanfarna daga. Hláka og hvassviðri hafa leikið skíðabrekkur Hlíðarfjalls illa og eru þær víðast hvar einn glerungur. Síðastliðna nótt og fram að hádegi voru hér  um og yfir 12-20 m/s, upp í 35 m/s í hviðum, mikil skafrenningur og því var ekki hægt að troða og undirbúa brekkur eins og til stóð. Um hádegi opnaðist smá veðurgluggi en því miður var hann of stuttur til þess að vinna upp skíðasvæðið þannig að hægt væri að opna það. Hér er nú byrjað að blása aftur og veðurspá er alls ekki góð fyrir morgundaginn og fimmtudaginn.