Opið laugardaginn 11. sept!

Það er fínasta veðurspá fram undan og því hefur verið ákveðið að framlengja sumaropnun í Hlíðarfjalli og hafa opið laugardaginn 11. september frá kl. 10-16.

Fjarkinn verður í gangi og hægt að taka hjólin með sér upp að Strýtu. Margar merktar hjólaleiðir eru í Fjallinu og merkt gönguleið er frá Strýtuskálanum upp á fjallsbrún. Þaðan má sjá vítt og breitt um Norðausturland í góðu skyggni.

Nú er um að gera að nýta tækifærið og stunda holla og góða útivist í Hlíðarfjalli áður en slökkt verður á Fjarkanum og undirbúningur hafinn fyrir skíðavertíðina.

Sunnudaginn 12. september verður síðan síðasta bikarmót ársins í Fjallabruni á hjólum. Mótið hefst kl. 12 og eru áhugasamir hvattir til að mæta í Fjallið, fylgjast með og hvetja keppendur áfram til sigurs.