Skotveiði bönnuð á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli

Athygli er vakin á því að öll skotveiði er óheimil á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Svæðið er útivistarparadís Akureyringa og gesta bæjarins allan ársins hring. Þarna eru vinsælar gönguleiðir um holt og hæðir þar sem fjölskyldufólk er gjarnan á ferðinni jafnvel þótt skíðalyfturnar hafi ekki verið ræstar. Því er meðferð skotvopna á svæðinu alls ekki við hæfi. Skotveiðimenn eru vinsamlegast beðnir að virða þetta. Afmörkun svæðisins má sjá á meðfylgjandi mynd.

Einnig viljum við benda á að nú fer fram mikil vinna starfsmanna Hlíðarfjalls við uppsetningu á yfirbyggingu á Töfrateppinu, ásamt öðrum verkum utanhúss og því mikil umgangur fólks víðsvegar um fjallið.

Myndin sýnir helsta svæði skíðasvæðisins sem um ræðir og viljum við biðla til fólks að sýna aðgát á því svæði.