Vinir Hlíðarfjalls er hópur fyrirtækja, sem eru öll leiðandi í íslensku atvinnulífi. Þau vilja með samstarfinu renna styrkum stoðum undir rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og efla þar með ferða-og atvinnumál á Akureyri.
Þann 8. mars 2006 var skrifað undir fimm ára samstarfssamning við Vini Hlíðarfjalls um stuðning við rekstur snjóframleiðslukerfisins í Hlíðarfjalli. Kerfið var tekið í notkun þann 17. desember 2005 og stuðlar að öruggari rekstri Hlíðarfjalls.
Árið 2021 afhentu Vinir Hlíðarfjalls Akureyrarbæ stólalyftu sem var formlega tekin í notkun 2022. Verkefnið var samstarfsverkefni Akureyrarbæjar og Vina Hlíðarfjalls en upphaf þess má rekja til ársins 2017 þegar Samherjasjóðurinn gaf Vinum Hlíðarfjalls stólalyftu. Samherjasjóðurinn gaf ekki einungis lyftuna heldur flutti hana heim og styrkti uppsetningu hennar mjög rausnarlega. Lyftan gjörbreytir allri aðstöðu í Hlíðarfjalli en lyftan endar í 1.014 m hæð og er fallhæðin 340 m.