Uppganga í gegnum skíðasvæðið er aðeins heimil eftir sérstaklega merktri leið. Uppgönguleiðin er upp frá Skíðastöðu/Skíðahóteli og sem leið liggur norðan við Rennslið að Strýtuplani. Þaðan skal ganga norðan megin í Norðurbakka og þvera svo á móts við Neyðarbrautina og ganga svo upp sunnan megin í Norðurbakka undir Stromplyftu til suðvesturs og svo áleiðis til norðvesturs og upp sneiðingin sé hann opinn. Leiðin er vörðuð með rauðum doppum. Munið að ef rauð ljós blikka á Skálabraut, nestishúsi eða við endastöð á Fjarkanum þá er svæðið lokað fyrir allri umferð. Einnig geta verið takmarkanir á umferð á efrasvæði/Stromp vegna snjóflóðahættu. Áríðandi er að virða takmarkanir á umferð eða lokanir á efra svæði vegna snjóflóðahættu. Setjum ekki gesti skíðasvæðis í hættu. Kort af uppgönguleið
Við hvetjum fjallaskíðafólk til þess að hafa meðferðis snjóflóðaýli, stöng og skóflu.
Við bendum uppgöngufólki sem hyggur á lengri ferðir að skrá sín ferðalög á Safetravel.
Við bendum á 112 appið í farsíma þar sem hægt er að skrá gps punkta og hringja á hjálp í gegnum appið sem þá gefur upp staðsetningu þess sem hringir.