Öll skíðun utan opinna og merktra brauta er á eigin ábyrgð. Utan merktra brauta geta leynst hindranir, grjót, of lítill snjór og snjóflóðahætta. Á merktum brautum sem eru lokaðar fara fram aðgerðir starfsmanna Hlíðarfjalls sem geta verið hættulegar skíðamönnum eins og til dæmis snjóframleiðsla eða snjótroðsla. Reynst getur nauðsynlegt að takmarka eða loka fyrir umferð utanbrauta vegna mikillar snjóflóðahættu til þess að tryggja öryggi þeirra sem eru að skíða í opnum brautum fyrir neðan slík hættusvæði. Áríðandi er að þeir sem skíða utanbrautar geri það af ábyrgð og skynsemi. Aldrei skal setja aðra gesti í hættu með því að fara inná svæði sem hafa verið lokuð vegna snjóflóðahættu.
Þeir sem skíða utanbrautar í Hlíðarfjalli ættu alltaf að