Undirbúningur fyrir sumaropnun er hafin á skíðasvæðinu fyrir útivistarfólk. Áætlað er að hjólagarður verði opinn frá 13. júlí til 10. september en ef aðstæður leyfa þá verður opnað fyrr.
Á tímabilinu verður hægt að nýta Fjarkann til að koma sér hærra í fjallið en hann mun ganga á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 17-21, á laugardögum frá kl. 10-17 og sunnudögum frá kl. 10-16. Áætlað er að Fjallkonan verði opin frá 22. júlí til 20. ágúst, samtals fimm helgar á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10-15.
Nánari upplýsingar koma inn síðar