Ak Extreme hátíðin er haldin um helgina. Ak Extreme var fyrst haldið árið 2002 sem partur af hugmynd að búa til snjóbrettahátíð á Akureyri.
Hátíðin stendur i þrjá daga og er sett á fimmtudegi og lýkur á sunnudegi.
Eins og flestir vita hefur veðrið ekki leikið við okkur í vetur en helgin framundan lítur vel út. Veðurspá fyrir Hlíðarfjall um helgina einkennist af hægum vindi og hiti verður lengst af um frostmarki og eitthvað snjóar seint á föstudag og snemma á laugardag. Á sunnudag á svo að hlýna og fara að rigna