40. Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir í Hlíðarfjalli dagana 23.-25. apríl 2015. Verð fyrir börn er 2.350 kr. og fyrir fullorðna 6.900 kr.
Andrésarleikarnir eru stærsta skíðamót landsins með um 700-800 keppendur á aldrinum 6-15 ára ár hvert. Þeim fylgja þjálfara, fararstjórar, foreldrar og fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 2500 manns sæki leikana.
Um langt skeið hefur verið keppt bæði í alpagreinum skíðaíþrótta sem og skíðagöngu, en árið 2012 var í fyrsta skipti keppt á snjóbrettum. Einnig hefur verið keppt í svokölluðum stjörnuflokki um nokkurra ára skeið, en þar keppa fatlaðir og/eða hreyfihamlaðir íþróttamenn.
HÉR má lesa um sögu Andrésarleikanna fyrstu 35 árin. Hermann Sigtryggsson tók saman