Andrésar Andarleikarnir verða settir í íþróttahöllinni á Akureyri miðvikudaginn 19. apríl og standa yfir dagana 20. -22. apríl 2023.
Leikarnir hafa verið svo til árlegur viðburður í Hlíðarfjalli frá árinu 1976. Þetta er fjölmennasta skíðamót landsins með hátt í 1.000 keppendur á aldrinum 4. – 15. ára. Keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum og eiga fjölmargir skíðamenn ljúfar minningar frá leikum liðinna ára.
Verð á lyftumiðum á Andrésar Andarleikana eru kr. 10.780 fyrir fullorðna og 2.835 fyrir börn. Hægt er að kaupa miða á netinu og einnig í miðasölu Hlíðarfjalls.
Dagskrá leikanna má sjá hér