Vegna vinnu við dreifikerfi Norðurorku þá verður rafmagnlaust í Hlíðarfjalli fram á kvöld. Öll starfsemi á svæðinu liggur niðri í dag.
Það hefur snjóað töluvert undanfarið og munu starfsmenn vinna snjóinn næstu daga. Skíðakrakkar frá skíðafélagi Akureyrar hafa verið að stunda æfingar undanfarna daga og svo er gönguskíðabrautin opin og hvetjum við áhugasama til að nýta sér þann mikla snjó sem er í gönguskíðabrautinni.
Við vinnum nú af kappi við að vinna þann mikla snjó sem kom í vikunni og von er á áframhaldandi snjókomu. Við reiknum með að geta opnað fleiri lyftur fyrir æfingar í næstu viku og erum að undirbúa almenna opnum um leið og takmörkunum verður aflétt.