Auglýst eftir rekstraraðila skíða- og brettaskóla Hlíðarfjalli

Hlíðarfjall auglýsir eftir áhugasömum aðila/aðilum til þessa að taka að sér rekstur skíða- og brettaskóla Hlíðarfjalls og einkakennslu á komandi skíðavetri 2021-2022.

Ábyrgð á rekstri skólans yrði hjá viðkomandi sem þyrfti að greiða aðstöðugjald til Hlíðarfjalls. Innifalið í aðstöðugjaldi eru lyftukort og aðstaða í Skíðahótelinu.

Áhugasamir skulu senda inn greinargerð þar sem fram koma upplýsingar um menntun skíðakennara og reynslu þeirra af skíðakennslu, auk hugmynda um framkvæmd og rekstur á skíða- og brettaskólanum. Leggja skal fram gjaldskrá fyrir skíða- og brettaskólann og einkakennslu. Skilyrði er að kennarar sem koma að kennslu í skólanum hafi hreint sakavottorð.

Frestur til að skila inn greinargerð er til mánudagsins 18. október nk. Senda skal greinargerðina á netfangið brynjar.helgi@hlidarfjall.is.

Nánari upplýsingar veitir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður; netfang: brynjar.helgi@hlidarfjall.is.