Í dag var hitastig í Hlíðarfjalli um 8 gráður og vindur um og upp úr 15 metrum á sekúndu og áfram er spáð hita og miklum vindum á morgun föstudaginn 17. desember.
Vegna þessara hlýinda þarf að fresta opnun fram til laugardagsins 18. desember. Veðurspá fyrir laugardaginn er góð og vindur þá genginn niður og hitastig við núll gráður.
Stefnum á að byrja að vinna skíðabrekkur aðfaranótt laugardagsins 18. desember þegar kólnað hefur nægilega til þess að hægt verði að vinna snjó á ný.
Áhugasamir geta fylgst með ítarlegri veðurspá fyrir svæðið á vedur.is undir veðurþáttaspá Norðurland Eystra.
Vonum að þið sýnið aðstæðum skilning og þið fjölmennið í fjallið laugardaginn 18. desember!
Kv Starfsfólk Hlíðarfjalls