Éljagangur 2011 á Akureyri

Meginmál

Vetrar- og útivistarhátíðin Éljagangur 2011 verður haldin á Akureyri 10. - 13. febrúar. Þessi hátíð mun framvegis verða árviss viðburður í vetrarríkinu Akureyri.

Um allan bæinn verða uppákomur s.s. Vasa-ljósaganga og snjóhindrunarhlaup í Hlíðarfjalli, snjósleðaspyrna og ískross á Leirutjörn, bústinn snjókarl á Ráðhústorgi, fjallganga á Kerlingu, ísskúlptúr við Menningarhúsið Hof, snjóþotuferðir á vegum Kaldbaksferða og árleg Vetrarsportsýning EY-LÍV sem er nú mun stærri og fjölbreyttari en áður.  Nægur snjór og fjöldinn allur af viðburðum á Éljagangi 2011.

Að hátíðinni standa Hlíðarfjall, EY-LÍV, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Akureyrarstofa og Blek hönnun en auk þess kom að henni fjöldi fyrirtækja og félagasamtaka.

Kynning á Éljagangi 2011 er nú að fara af stað og við vonumst eftir að fá mikinn fjölda gesta hingað í vetrarríkið Akureyri.   Endilega skoðið heimasíðu hátíðarinnar www.eljagangur.is