Éljagangur 2012

Vegna snjóleysis í byggð hefur sú ákvörðun verið tekin að færa Sleðaspyrnuna og snjóbrettakeppni+sýninguna frá Toyotatúninu upp í Hlíðarfjall. Útbúin verður flott aðstaða í Hólabrautinni, sem liggur meðfram veginum að skíðahótelinu, nægur snjór er í fjallinu og kjöraðstæður til að horfa á flotta sýningu.

Hægt verður að kaupa grillaðar pylsur og drykki (pylsa og gos á 500kr) við sýningar- og keppnissvæðið auk þess sem opið verður fyrir veitingar í Skíðastöðum á meðan dagskráin stendur yfir og því hægt að fá sér léttan kvöldverð upp í fjalli. Dagskráin stendur yfir frá 18:00-22:00, mikið fjör verður uppi í fjalli, glymjandi tónlist og flott atriði og frábært kvöld verður svo kórónað með flugeldasýningu fyrir ofan keppnissvæðið kl. 22.00.

Fjarkinn (stólalyfta) verður opin til kl 20:00 þannig að þeir sem vilja skíða í góðri stemmningu geta notið sín klukkutíma lengur en venjulega.