Jól og áramót 2020.
Margar fyrirspurnir hafa borist um starfsemi skíðasvæðisins yfir hátíðirnar, viljum vekja athygli á að einungis skíðagöngubrautin er opin almenningi. Fyrir áhugasama þá munu starfsmenn gera braut frá skíðahóteli niður að Hálöndum sem verður troðin þegar þarf milli jóla og nýaárs.
Mikill snjór er á svæðinu og munu starfsmenn gera spor í skíðagöngubraut á hverjum degi fram að áramótum svo lengi sem veður er hagstætt. Áfram koma tilkynningar á heimasíðu og Facebook milli 11-12:00 á hverjum degi með hvaða brautir eru opnar.
Fjallaskíðafólk, við viljum biðla til ykkar að vera ekki að hefja uppgöngu á svæði þar sem snjótroðarar eru að störfum. Vinsamlegast gangið á jaðri svæðisins, til dæmis hægt að leggja í beygjunni við veginn að skíðagöngubraut og hefja uppgöngu þaðan.
Athugið! Töluverður snjór er á svæðinu og er mjög MIKIL SNJÓFLÓÐAHÆTTA þegar komið er upp fyrir 600 metra!
Óskum ykkur gleðilegrar útiveru yfir hátíðirnar.
Gleðileg Jól
Starfsfólk Hlíðarfjalls