Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Þó veðrið sé ekki alveg að vinna með okkur þessa stundina þá verður að segjast að þessi vetur sé búinn að byrja alveg frábærlega.
 
Við höfum nú þegar verið með 19 opnunardaga fyrir almenning, annað eins fyrir æfingar þar á undan og skíðagöngubraut hefur verið í notkun frá lok október 👌🏻 Við vonum svo sannarlega að jólastormurinn líði hratt hjá og framundan sé betri tíð með frosti og snjó.
 
Starfsfólk Hlíðarfjalls vill þakka öllum fyrir komuna á árinu sem er að líða og við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, megi það færa okkur öllum glaðar stundir í fjallinu og mikinn púðursnjó !