Mikil ofankoma hefur tæplega farið framhjá fólki á Akureyri undanfarna daga en snjór stoppar minna við hér í Hlíðarfjalli heldur en niður í bæ sökum vinds. Nú vinnur starfsfólk Hlíðarfjalls hörðum höndum að því að undirbúa opnun og útlitið er nokkuð gott.
Þó skal þess getið að við eigum enn nokkuð í land og svæðið hefur ekki verið opnað. Við stefnum ótrauð á opnun 13. desember eins og fyrr hefur komið fram.