12 og 13 febrúar frá kl 09:00 ? 17:00
Um er að ræða tvö dagslöng námskeið þar sem þátttakendum gefst kostur á að prófa þetta stór skemmtilega sport undir handleiðslu fagmanna. Námskeiðin eru að öllu leiti verkleg, þar sem farið er yfir alla grunn þætti fjallaskíðamennsku svo sem, útbúnað, leiðarval, mat á snjóflóðahættu, snjóflóðaleit og skíðatækni ásamt því sem að skíðaðar verða stór skemmtilegar brekkur.
Námskeiðin eru opin öllum sem telja sig þokkalega skíðamenn/konur og allur útbúnaður fæst leigður fyrir þá sem ekki eiga.
Mæting er í skíðaleiguna í Hlíðarfjalli kl 09:00 þar sem þátttakendur fá afhentan búnað og námskeiðið hefst.
Umsjón: Jökull Bergmann UIAGM/IFMG Fjallaleiðsögumaður
Verð: 12.990.- á mann fyrir utan útbúnaðarleigu
Skráning og allar frekari upplýsingar í síma 698 9870, á www.bergmenn.com eða info@bergmenn.com
Ath. Takmarkaður fjöldi á hvort námskeið