Hér í fjallinu hefur verið unnið hörðum höndum síðustu daga til að tækla þann mikla hita sem hefur leikið um svæðið. Troðarateymið okkar hefur gert gríðarlega vel og með hjálp SnowSat kerfisins, sem skannar snjódýpt á svæðinu, hefur troðarateymið getað sótt og fært til snjó víða til að fylla í brekkurnar og halda þeim við.
Við erum enn með allar helstu brekkur í fínu standi og veðurspáin er mjög flott fyrir helgina. Við höldum í vonina að það komi eitthvað smá frost um helgina og ef aðstæður leyfa munum við keyra snjóframleiðsluna okkar í gang um leið.
Við tökum því fagnandi á móti ykkur í Hlíðarfjalli um helgina :)