Forsala vetrarkorta framlengd til 26. janúar

Það hefur heldur betur kyngt niður af snjó í fjallinu síðustu daga og í tilefni af því framlengjum við forsölu vetrarkorta út þessa viku eða til sunnudagsins 26. janúar !

Við vonum svo sannarlega að þessi snjóskammtur sé kominn til að vera fyrir þetta tímabil og vonumst við til að geta loksins opnað uppá efra svæðið okkar á næstu dögum 🙌🏻

Svo nú er um að gera að tryggja sér vetrarkort á betra verði og sjáumst svo í fjallinu !