Fullorðinsnámskeið

Skíðaskólinn í Hlíðarfjalli ætlar að bjóða upp á skíða- og snjóbrettanámskeið ætlað fullorðnum byrjendum. Markmið námskeiðsins er að iðkendur nái undirstöðuatriðum skíðaíþróttarinnar og geti notið þess að renna sér í brekkum Hlíðarfjalls hjálparlaust. Fyrsti tíminn er 8. janúar 2015 og hefst kl. 17.

Skráning og nánari upplýsingar í síma 462-2280 eða skidaskoli@hlidarfjall.is

Hægt er að koma einu sinni eða oftar. Námskeiðsgjald er 5000 kr. skiptið. Innifalið í verði er kennsla, leiga á búnaði og aðgangur í lyftur.