Fyrsti opnunardagur í Hlíðarfjalli

Um 600 manns renndu sér í blíðskaparveðri hér í Hlíðarfjalli  á fyrsta opnunardegi vetrarins í gær og er þetta ein besta opnun í manna minnum.  Mjög góðar aðstæður eru í fjallinu þar sem verulega hefur snjóað undanfarið. Okkur til mikilla gleði gátum við nú opnað allar lyftur á fyrsta degi og þar á meðal Stromplyftu sem oftast hefur verið opnuð aðeins seinna. 

Við erum bjartsýn á framhaldið. Snjóað hefur töluvert í dag, frost í kortunum framundan og aðstæður til snjóframleiðslu gætu því verið ákjósanlegar. Það er ekki hægt að segja annað en þessi byrjun lofi góðu.