Fyrsti langi fimmtudagurinn í vetur og forsölu vetrarkorta lýkur á morgun !
Í dag er fyrsti fimmtudagurinn með lengdum opnunartíma hjá okkur í vetur en það verður opið frá 14-21 í kvöld og alla fimmtudaga í vetur. Það er því um að gera að skella sér í fjallið eftir vinnu í dag og taka kvöldmatinn þar því hægt verður að versla hamborgara uppí Strýtuskála og á Skíðastöðum verður súpa í boði ásamt öðru.
Einnig er forsölu vetrarkorta að ljúka á morgun föstudaginn 10. janúar og því um að gera að tryggja sér kort á betra verði meðan kostur er á, 15þ króna afsláttur í forsölu !
Hlökkum til að sjá ykkur í fjallinu