Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Þó jólaskíðunin verði lítil hjá okkur þetta árið þá horfum við til þess að nýja árið færi okkur betri tíð með frosti og snjó.

Við höfum núna framleitt snjó í 21 sólarhring en því miður með hlýjindum inná milli og lítilli sem engri náttúrulegri snjókomu. Staðan er ennþá leiðinlega slæm en vonandi fer veðrið að snúast okkur í hag. Vegna þessa tafa á opnun þá framlengjum við forsölu til 5. janúar.

Starfsfólk Hlíðarfjalls vill þakka öllum fyrir komuna á árinu sem er að líða og við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, megi það færa okkur öllum glaðar stundir í fjallinu og mikinn púðursnjó !