Vetrarfrí eru hafin í grunnskólum Akureyrar og einnig í grunnskólum Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar.
Veðrið í Hlíðarfjalli er nú með blíðasta móti og má hér um bil segja að það sé vor í lofti. Snjóalög á skíðasvæðinu eru góð og brekkurnar líta vel út og höfum við aðeins náð að framleiða meiri snjó undanfarna þrjá sólarhringa.
Erfitt er að segja til um hvernig veðrið verður næstu daga en spáð er einhverjum vindi á fimmtudag og föstudag. Nákvæmar upplýsingar verða birtar á hverjum morgni áður en svæðið er opnað. Vinsamlegast fylgist með uppfærslum okkar á Facebook og á heimasíðunni okkar. Ef lokað verður vegna veðurs má finna yfirlit á heimasíðunni halloakureyri.is yfir alls konar skemmtun, útivist og afþreyingu sem hægt er að njóta á Akureyri í vetrarfríinu.
Lyftumiðar
Við mælum með að fólk kaupi miða á heimasíðu okkar https://hlidarfjall.skiperformance.com/is/store#/is/buy og geti þar með farið beint í brekkurnar. Ef keyptir eru fleiri en einn dagur er hægt að nota þá hvaða dag sem er á þessum vetri.
Skidata kort eru seld á eftirfarandi stöðum:
Akureyri: N1 Veganesti and N1 Leirunesti
Annarsstaðar: N1 Ártúnsbrekka, N1 Engihjalla Kópavogur, N1 Lækjargata Hafnarfjörður and N1 Mosfellsbær
Opnunartímar
Fimmtudag og föstudag frá kl. 10-19
Laugardag og sunnudag frá kl. 10-16
Ef einhverjar spurningar eru varðandi skíðaskólann eða skíðaleiguna þá hafið samband við eftirfarandi
Skíðaskólinn, email: info@icelandsnowsports.com, sími: 840 6625
Skíðaleigan, email: hlidarfjall@fjallakofinn.is, sími: 510 9520