Helgin 14-16. mars

Eftir alveg hreint frábæra viku með rjómablíðu þá er framundan stór helgi hjá okkur og einnig einhver stríðni í veðrinu. Við búumst við mörgum hópum hingað um helgina og svo verður stóra Apres Ski partíið haldið á laugardaginn sem þurfti að fresta vegna veðurs þann 1. mars.

Á morgun, föstudag, er því miður von á miklum vindi og því ekki miklar líkur á opnun en þessi vindur á svo að deyja út á laugardagsmorgninum og vonumst við til að geta opnað á venjulegum tíma klukkan 10. Við fylgjumst auðvitað með veðrinu áfram og munum setja inn upplýsingar um opnun á alla okkar miðla hvern morgun eins og venjulega :)

Við viljum þakka öllum gestum og skólahópum fyrir heimsóknina í vikunni og hlökkum að sjálfsögðu til að sjá alla um helgina :)