Helgin 21-23 febrúar 2025 í Hlíðarfjalli

 Um næstu helgi verður eins og áður hefur komið fram áfram skipt í tvö holl (fös,lau,sun), en við munum hækka miðafjölda í hvert holl upp í 1000 manns.

 Þrátt fyrir að einhver hiti sé í kortunum í vikunni þá erum við í góðum málum með þær brekkur sem eru opnar og ætti ekki að verða nein breyting þar á fyrir helgina.

 Á laugardaginn verður lifandi tónlist í fjallinu en góðvinur okkar Jon aka DJ Ayobe mun spila frá 12-14 við Skíðastaði og færa sig síðan upp að Strýtuskála og spila þar frá 14:30-16:30.

Hlökkum til að sjá ykkur í fjallinu !