Nú styttist í helgina, en eftir frábæra viku er því miður útlit fyrir leiðinlegt veður. Margir hópar hafa boðað komu sína, auk þess sem hið stóra Apres Ski partí er á dagskrá. Hins vegar gæti veðrið sett strik í reikninginn, og samkvæmt spánni eru miklar líkur á að fjallið þurfi að loka vegna hvassviðris.
Á föstudag er spáð 14–18 m/s, sem er yfir þeim mörkum sem lyfturnar geta gengið í. Á laugardag er spáin enn verri, með 20+ m/s, og nýjasta spáin fyrir fyrri hluta sunnudags bendir einnig til mikils vinds.
Við munum að sjálfsögðu meta aðstæður dag frá degi og reyna eftir fremsta megni að opna ef veður leyfir. Hins vegar viljum við upplýsa gesti tímanlega, svo þeir hafi möguleika á að endurskoða ferðaplön ef nauðsyn krefur.
Samkvæmt langtímaspánni má búast við kólnandi veðri eftir helgina, og jafnvel einhverri snjókomu, svo vonandi kemst allt í eðlilegt horf sem fyrst.
Endurgreiðslur á miðum:
Vinsamlegast hafið samband við miðasölu í síma 462 2280 eða á netfangið hlidarfjall@hlidarfjall.is.
Bestu kveðjur,
Starfsfólk Hlíðarfjalls