Í spor Þórunnar Hyrnu 2012

Laugardaginn 3. mars býðst konum kjörið tækifæri til að hreyfa sig og njóta útivistar með því að skella sér á gönguskíði í Hlíðarfjalli.

Kvennaskíðagangan – Í spor Þórunnar Hyrnu – verður nú haldin í fimmta sinn.

Sem fyrr verður hægt að velja um tvær vegalengdir, 3,5 og 7 km. Upphitun hefst klukkan 12.50 en gangan hefst klukkan 13.00 og gengið er án tímatöku. Þátttökugjald er kr. 1500, frítt er fyrir 14 ára og yngri. Skíðaleiga er á staðnum og einnig er hægt að láta smyrja skíðin gegn vægu gjaldi. Allir eru hvattir til að mæta í  búningum. 

Skráning fer fram í gönguhúsi norðan Skíðastaða frá klukkan 11.30

Þegar í mark er komið verða ýmisar veitingar í boði, glæsileg útdráttarverðlan, verðlaun fyrir besta búninginn og fleira.