Kennari á brettanámskeiðinu verður enginn annar en Einar Stefánsson, 21 árs Akureyringur og gullverðlaunahafi á IWG 2014, Einar hefur verið
við nám í snjóbrettaskóla í Salem í Svíþjóð.
Kennararnir á free ski námskeiðinu koma frá Noregi og eru með þeim fremstu í íþróttinni í heiminum í dag, þeir eru:
Aleksander Aurdal, Siver Voll, Felix Usterud og Klaus Finne.
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru færir um að fara í og úr lyftu án aðstoðar og hafa náð þokkalegum tökum
á brettum eða skíðum þar sem verið er að kenna stökk og aðrar listir. Innifalið í verði er tveggja daga námskeið þar sem
kennt verður í 3 tíma hvorn dag, lyftupassi, húfa frá 66°N og Pizzuveisla í lok námskeiðs bæði kvöldin.
Nánari upplýsingar og skráning hér