Föstudaginn 18. mars býðst konum kjörið tækifæri til að hreyfa sig og njóta útivistar með því að skella sér á gönguskíði í Hlíðarfjalli.
Kvennaskíðagangan Í spor Þórunnar Hyrnu verður nú haldin í níunda sinn. Sem fyrr verður hægt að velja um tvær vegalengdir, 3,5 og 7 km. Upphitun hefst klukkan 17:15 en gangan hefst klukkan 17:30 og gengið verður án tímatöku. Þátttökugjald er kr. 2000, frítt fyrir 14 ára og yngri. Skíðaleiga verður á staðnum og einnig verður hægt að láta smyrja skíðin gegn vægu gjaldi. Skráning fer fram í gönguhúsi norðan Skíðastaða frá klukkan 16:30.
Að göngu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og dregin út glæsileg útdráttarverðlan. Þetta er kjörið tækifæri fyrir mæðgur, vinkonur, saumaklúbba, vinnustaðahópa, hlaupahópa og fleiri til að koma í fjallið og eiga skemmtilega stund saman.
Sjáumst á skíðum...