Okkur þykir mjög leitt að þurfa að tilkynna, sérstaklega fyrir þá sem ætla að leggja land undir fót og koma á skíði í Hlíðarfjall um næstu helgi, að því miður getum við ekki sett lyftumiða fyrir föstudag, laugardag og sunnudag í sölu fyrr en á föstudagsmorguninn kl. 10.
Veðurútlit fyrir þessa daga er mjög tvísýnt og lítur út fyrir að verða frekar hvasst eins og veðurspáin er núna.