Hér eru nokkrir mikilvægir punktar til að hafa í huga áður en komið er í Hlíðarfjall.
- Skíðaleiga verður opin - hringja þarf í 462-2280 og panta tíma, gert er ráð fyrir 4 gestum inn í einu. Ekki verður hægt að mæta beint í leiguna.
- Veitingasala verður lokuð.
- Skíðahótel verður aðeins opið fyrir salerni: 2 í einu á kk. og 2 í einu á kvk.
- ALLIR ÞURFA AÐ KAUPA MIÐA Á NETINU ÁÐUR EN KOMIÐ ER Í FJALLIÐ!
- Miðasala verður aðeins opin fyrir sölu á smávarningi og grunnþjónustu og verður hún aðeins opin í lúgum að vestanverðu hóteli.
- Þeir sem ætla aðeins að nýta sér frísvæði þurfa að skrá sig fyrirfram á hlidarfjall@hlidarfjall.is þar sem fram kemur nafn allra aðila, aldur og símanúmer ábyrgðaraðila.