Nýtt skíðasvæði í Colorado – Samstarf við Hlíðarfjall á Akureyri

Winter Park Colorado er fjórða stærsta skíðasvæðið í Klettafjöllunum.  Skíðasvæðiðhentar öllum getustigum og samanstendur af fimm samliggjandi fjöllum: Winter Park, Mary Jane, Parsenn Bowl, Vasquez Cirque og Vasquez Ridge og er samtals 1,521 hektarar. Þar eru breiðar brekkur og nóg pláss fyrir skíða- og brettaiðkendur en einnig er þar mjög flottir brettagarðar. Svæðið er þekkt fyrir afbragðs púðursnjó og er eitt af þeim svæðum sem nægur snjór er á langt fram í apríl. Rúsínan í pylsuendanum er 490 hektarar af "off-piste" skíðasvæði fyrir þá hörðustu. Fjallaþorpið í Winter Park er stórskemmtilegt, með fjölda kaffihúsa, veitingastaða og verslana.

Brottfarir alla laugardaga og góð verð.

Verðin eru frá kr. 159.000 á mann í tvíbýli.  Innifalið í þessum ferðum er flug með Icelandair til Denver, flugvallaskattar, 8 gistinætur ásamt aðgengi að heilsulindum hótelanna.  GB ferðir eru með brottfarir alla laugardaga frá 4.janúar til 1.mars.

Beint flug með Icelandair og stuttuar akstur:

Allar ferðirnar eru í beinu flugi til Denver með Icelandair.  Flugtímarnir eru einstaklega þægilegir.  Lagt er af stað frá Keflavík klukkan 17.00 og lent í Denver kl. 17.55 að staðartíma. Við tekur akstur frá Denver til Winter Park tekur ekki nema 90 mínútur.  Flogið er heim frá Denver kl. 16.15 að staðartíma og lent í Keflavík snemma að morgni degi síðar. 

Fríðindi fyrir vetrarkortshafa Hlíðarfjalls:

Handhafar vetrarkortsins í Hlíðarfjalli sem bóka sig í skíðaferð með okkur til Winter Park fá 4 daga passa í janúar og 3 daga passa í febrúar og mars.  

Nánari upplýsingar á www.gbferdir.is og í síma 534-5000