Eftir sannkallaða "óveðursviku" hjá okkur sökum gríðarlegs hita er loks von á kólnandi veðri og bjartari tíð fyrir vetrarsport !
Í nótt og á morgun, föstudag, er þó von á að verði leiðinda vindur á svæðinu og ekki útlit fyrir að hægt verði að keyra lyftur miðað við vindatölur í spám. Það stefnir því í einn óveðursdag í viðbót áður en við getum farið að nýta brekkurnar aftur.
Um leið og lægir annað kvöld munum við byrja að vinna svæðið í stand fyrir opnun.
Veðurspá fyrir helgina og næstu viku lofar góðu þar sem snýst í norðanátt með kulda og jafnvel einhverri snjókomu.
Hlökkum til að sjá ykkur í fjallinu á laugardaginn
