Opnun Hlíðarfjalls um helgina 16. - 18. apríl.

Samkvæmt nýjustu reglugerð frá sóttvarnaryfirvöldum mega skíðasvæði opna fyrir 50% af hámarksfjölda gesta.

Við stefnum á að opna aftur á föstudaginn 16. apríl nk. og verður opnunartíminn fyrir helgina eftirfarandi:

- Föstudagur 16. apríl: 10:00 - 19:00. Tvö 4. klst. holl frá 10:00-14:00 og 15:00-19:00.
- Laugardagur 17. apríl: 10:00 - 17:00. Tvö 3. klst. holl frá 10:00-13:00 og 14:00-17:00.
- Sunnudagur 18. apríl: 10:00 - 17:00. Tvö 3. klst. holl frá 10:00-13:00 og 14:00-17:00.

Miðasala fer af stað fimmtudaginn 15. apríl klukkan 12:00. Verð eru eftirfarandi:

Fullorðnir:
       - 4 klst. = 4.500 kr.
       - 3 klst. = 3.450 kr.

Börn og öryrkjar:
       - 4 klst. = 1.400 kr.
       - 3 klst. = 1.200 kr.

Skíða- og brettaskóli 
Opnað hefur verið fyrir skráningar í skíða- og brettaskólann fyrir komandi helgi.
 
Allar upplýsingar er hægt að finna hér: https://www.hlidarfjall.is/is/skidaskolinn
 
Einnig er hægt að panta einkakennslur fyrir þá daga sem verður opið með því að senda tölvupóst á info@icelandsnowsports.com eða hringja í síma 840-6625.

 

Gæta þarf að tveggja metra reglu og er grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Þetta er eins og áður hefur verið hjá okkur, við upphaf lyftu, á salernum, í og við skíðahótel og skíðaleigu.

Sjáumst hress í fjallinu um helgina!